Hentar vel fyrir spjaldtölvur
Letur, töflur, hnappar og innsláttarreitir eru nægilega stórir svo þú getur auðveldlega notað netbankann í spjaldtölvunni eða öðrum tækjum - ekki bara í borðtölvunni.
Skýr samantekt
Þú færð skýra og einfalda samantekt á fjárhagslegri stöðu þinni um leið og þú hefur skráð þig inn. Auðvelt er að kafa dýpra og fá nánari upplýsingar um hvern þjónustuþátt.
Öryggi
Í netbankanum er öryggiskerfi frá fyrirtækinu RSA. Kerfið framkvæmir áhættugreiningu með það fyrir augum að hámarka öryggi og koma í veg fyrir fjársvik. Að öllu jöfnu finnur viðskiptavinurinn þó ekki fyrir kerfinu.
Nánar um öryggi í netbankanum